miðvikudagur, október 26, 2005

Ég á túr!?!

Eitthvað til að missa vatnið yfir
ehh.. get ekki sagt að ég hafi verið mikið duglegri við að blogga í síðustu viku.. enn hei ég er að reyna..
Allavega, þá er allt í taumlausri gleði hér bara.. diskurinn er lentur á íslandi og ég lendi þar á föstudaginn.. svo er bara stanslaust tónleikahald alla helgina og svo aftur í land whisky bruggara.
Rigning er eitthvað sem hefur fengið nýja merkingu í mínu toppstykki.. í tíma á þriðjudaginn fórum við út til að taka upp 15 mín. af efni á vídeotökuvél til að klippa í tíma.. og hvað gerðist.. jú það fór að rigna.. já rigna með stórum stöfum : RIGNA, við erum að tala um að ég held að ég hafi tapað allavega 5 cm í henni, svo fast barði hún á hausinn á mér. Ég labbaði til baka, í skólann, kanski 2 mín.. og ég var eins og ég hefði komið upp úr stöðuvatni.. fyrir utan styttinguna og má ég teljast til dverga hér eftir!!
Annars er það að frétta að Stebbi félagi kemur að smakka whiskyið hér í byrjun desember og svo mútta og systa um miðjan mánuðinn þannig að það þýðir að ég þarf að byrgja mig upp af whisky!!
Svo fórum við klakamenn og fundum æfingahúsnæði hér í borg, útbúið mögnurum trommusetti og grúbbíum (- þetta síðasta) og spiluðum okkur dauða.. taumlaus gleði.
Svo á mánudaginn tók ég mig til og spilaði eitt lag á klúbb hér sem heitir nice and sleazy á kassagítar og söng með .. allt frumsamið og nýtt af kúnni. Það gekk áfallalaust fyrir sig, græddi fullt af tómötum eina rotna kartföflu og rjómatertu. þannig að ég var bara nokk sáttur
allavega
skál

sunnudagur, október 16, 2005

Kamp Knox Kamp Knox

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Jæja Nú er allt að gerast!!
Diskurinn margumtalaði með supergrúbbunni Kamp Knox kemur til landsins í næstu viku og verður vonandi fáanlegur í öllum miklu betri verslunum í þar næstu viku svo verið á tánum.
Ég kem svo á klakann 28 Október og spila alla helgina til að kynna diskinn..
Annars er það af mér að frétta að ég tók upp á því að verða eldri á fimmtudaginn og eru árin þá orðin 26 sem ég hef andað að mér mishreinu lofti á þessari kúlu
Hnífabandalagið the Union of Knives er hljómsveit sem ég fór að sjá um daginn hér í Skotlandi.. Þetta er nokkuð mögnuð grúbba sem ég get mælt með, hún spilar á airwaves.. kæmi mér ekki á óvart ef þeir verða næstu hittarar í heiminum.. hitti söngvarann í partíi hér og hann bauð okkur á tónleikanna.. nokkuð gott,, svo mæli ég með að allir sem fara á airwaves á annað borð fari að sjá Ampop.. ég er búinn að heyra nýja efnið þeirra og það er nokkuð magnað kaffi.
Í SAE er allt komið á fullt og er maður núna að vinna verkefni á nær hverjum degi og er það vel.. þetta er bara það skemmtilegasta sem ég get hugsað mér.. held að ég sé á réttri hillu hér.
Svo erum við í Kamp Knox búin að setja lög á rokk.is þannig að þið getið fengið forsmekkinn af því sem koma skal þar..
anyways nenni ekki að skrifa meira núna.. enn ég reyni að vera duglegri að blogga í þessari viku
yfir og út

fimmtudagur, október 06, 2005

Hnífabandalagið

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Þessi íbúð sem ég hef hérna er soldið spes.. dýnan á rúmminu er með plasti yfir og þið getið rétt ýmindað ykkur hvursu þægilegt það er, þegar lakið flettist af.. Þetta er eflaust mjög fínt fyrir fólk með plast fetish enn það hefur ekki enn blossað upp hjá mér..
Svo er þetta sussum nóg, þetta er svona staður til að drepast á bara.. íbúðarfélagarnir eru: Yoon mjög fín stelpa frá Kóreu, enn hún er að flytja til London þar sem mannsefni hennar er og skilur okkur eftir með einhvern Kóreskann prest sem kemur hingað í oktober.. hmm veit ekki.. svo er það Fredrik, franskur efnafræðingur sem er að klára masterinn í efnafræði hér.. hann er fínn soldið svartsýnn bara enn það er í lagi, Alex hinn óþolandi þjóðverji sem er búinn að skipuleggja ískápinn inni í eldhúsi, ég veit ekki hvað það er, hann fer bara í taugarnar á mér, Therése hin tvíkynhnegða sænska kjjötbolla, sem sá ástæðu til að tilkynna mér að hún væri tvíkynhneigð... veit ekki af hverju, hún er fín sussum hún er að læra fatahönnun og er mikið þjáður listamaður enn mjög fín þrátt fyrir það.. Ég er svona gæjinn sem nenni ekki að hanga með þeim í eldhúsinu, ég meina ég held að ég bara fitti ekki inn í þýska skipulagið.. anyways... hér á þessari kommúnu er fullt af partýdýrum, ég meina þetta fólk djammar öll kvöld, og við erum að tala um að það syngur, öskrar og dansar til svona 5 á nóttunni stundum þannig að meiraaðsegja ég vakna.. og þá er nú mikið sagt.. annars er sussum ágætt að vera hérna, ég hef ekki lent í neinu veseni hér enn allavega.. 7 9 13
Nú er skólinn heldur betur að kikka inn, próf í næstu viku og verkefna skil nr. 2 það er mjög gott til að halda sér við efnið..
ég kem til með að blogga 1 sinni í viku, nema eitthvað spes sé í gangi
Smælið framann í heimminn þá smælar heimurinn á móti
yfir og út

maximilius